Um mig
„HUG Design” er borið fram á ensku en nafnið er tilkomið vegna þess að skammstöfunin mín er HUG.
Ég er mikill knúsari svo nafnið mitt lýsir mér vel, en orðið „hug” á ensku þýðir nefnilega „knús”.
Ég er tveggja barna móðir og kem úr mjög skapandi fjölskyldu. Foreldrar mínir og báðar ömmur mínar eru og voru svo handlagin og einstaklega vandvirk.
Ég er hársnyrtimeistari eins og pabbi minn og vinnum við saman á hársnyrtistofunni hans sem heitir Hárlínan.
Ég hef alltaf haft mjög gaman að því að búa til og skapa hluti frá unga aldri.
Það hefur verið draumur minn lengi að stofna heimasíðu og koma vörunum mínum betur á framfæri.
En hingað til hafa allar fyrirspurnir og pantanir farið fram á Facebook og Instagram.
Núna er draumurinn minn að rætast og heimasíðan komin í loftið og þið getið loksins séð allar þær vörur sem ég hef upp á að bjóða.