Það eru til tvær tegundir af prjónamerkjum :
- 1️⃣ LOKUÐ | ÉG SEL ÞESSA TEGUND
- 2️⃣ OPIN | Ég sel EKKI þessa tegund
————————————————————
Það er hægt að nota 1️⃣ LOKUÐ Prjónamerki fyrir :
- Uppfitjun, t.d. ef fitja á upp 140 L.
Fitja upp 20 lykkjur og setja merki eftir hverjar 20 L,
þá þarf ekki að telja allar lykkjur aftur. - Upphafslykkja – merkja upphaf umferðar.
- Laskaúrtaka – merkja fyrir framan og aftan laskalykkju.
- Úrtökur – Útaukningar.
- Það er hengt á prjóninn.
Svo lyft frá vinstri prjóni yfir á þann hægri þegar komið er að þeim, semsagt fært á milli eins og lykkja.
ATH. Það hangir aldrei í sjálfu prjónlesinu heldur á prjónunum.
————————————————————
Það er hægt að nota 2️⃣ OPIN Prjónamerki fyrir :
- Krækja í prjónlesið og merkja t.d. úrtöku eða mitti.
- Telja umferðir o.fl.
- Það hangir í sjálfu prjónlesinu.
- Það er hægt að bæta þeim við eða taka þau úr, alveg sama hvar þú ert í verkefninu þar sem þau eru ekki lokuð allan hringinn.
- Gott fyrir heklara, af því að það er hægt að taka þau úr hvenær sem er.
————————————————————
Prjónamerkin mín fást einnig á eftirfarandi stöðum :
- Handprjónasamband Íslands
- Storkurinn